Stangveiði lokið í Veiðivötnum

Øivind Kristofferson með stærsta fiskinn úr Veiðivötnum í sumar, 12,0 …
Øivind Kristofferson með stærsta fiskinn úr Veiðivötnum í sumar, 12,0 punda urriða úr Hraunvötnum. Bergur Birgisson

Veiði lauk í Veiðivötnum á Landmannaafrétti í vikunni og varð heildarveiðin heldur minni en sumarið 2017. Bændadagar hófust svo í gær og verður heimilt að veiða bæði í net og á stöng þar til 17. september.

Í seinustu viku stangveiðitímans veiddust 1.357 fiskar og reyndist besta veiðin vera í Litlasjó og komu 688 fiskar þar upp þessa viku sem þykir afburðagott.  Í ljós kom reyndar að flestir veiðimenn reyndu fyrir sér í Litlasjó þessa seinustu viku og því voru fáir á ferli við önnur vötn.

Alls veiddust á stöng í Veiðivötnum 19.867 fiskar á þessu sumri sem skiptust í 9.609 urriða og 10.258 bleikjur. Mesta heildarveiðin var í Litlasjó, þar sem 5.171 urriði komu á land og var þar meðalþyngdin yfir tvö pund. Heildarþyngd veiddra fiska úr Litlasjó reyndist vera 10.966 pund.

Sumarið 2017 veiddist heldur meira í vötnunum eða 20.315 fiskar á stangveiðitímanum.

Heildarveiðin úr Litlasjó í sumar er betri en undanfarin ár og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur þaðan.

Þá veiddist næstmest í Snjóölduvatni eða 5.003 fiskar, en þar er uppistaðan í veiðinni  smábleikja þó svo stærri fiskar séu innan um.

Stærstu fiskar sumarsins voru 12,0 punda urriði úr Hraunvötnum og 11,8 punda urriði sem veiddist í Grænavatni. Hæsta meðalþyngdin af vötnunum var 3,5 pund í Grænavatni þar sem veiddust alls 161 urriði og engin bleikja. Meðalþyngd úr öllum vötnum var 1,3 pund.

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar á vefsíðu Veiðivatna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert