Stórlax á land úr Hrútafjarðará

Birgir með hænginn stóra við Síríus í Hrútafjarðará fyrr í …
Birgir með hænginn stóra við Síríus í Hrútafjarðará fyrr í dag. Strengir

Stórhængur veiddist fyrr í dag í Hrútafjarðará úr veiðistaðnum Síríus. Þá berast fréttir austan af Héraði að Jökla sé að jafna sig eftir yfirfallið frá því í byrjun ágúst.

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengir þá veiddi Birgir Hilmarsson fyrr í dag hnausþykkan hæng úr veiðistaðnum Síríus sem mældur var 98 cm og ef að líkum lætur er þetta rúmlega 20 punda fiskur.  Ekki kom fram hvaða flugu sá stóri tók. Veitt er út mánuðinn í Hrútafjarðará og eru rúmlega 320 laxar komnir þar á land.

Þá er ennfremur greint frá því að fyrsti laxinn úr Jöklu sjálfri veiddist í morgun frá því hún fór á yfirfall þann þriðja ágúst. Kom fiskurinn á land úr Hólaflúð en áin er nú óðum að hreinsa sig eftir yfirfallið. Verður veitt út september og má búast við góðri veiði þessa síðustu daga veiðitímabilsins þar sem veiðimenn eru að kasta laxa sem að ekki hafa séð neitt agn í sjö vikur. Hliðarárnar sem renna út í Jöklu munu einnig vera fullar af fiski sem hefur gengið upp í þær í rigningunum síðustu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert