Enn ein sleggjan úr Eldvatninu

Ólafur Tómas með sjóbirtinginn – enn eina sleggjuna úr Eldvatni. …
Ólafur Tómas með sjóbirtinginn – enn eina sleggjuna úr Eldvatni. Þessi mældist 89 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Eldvatnið í Skaftafellssýslum hefur gefið góða sjóbirtingsveiði í haust. Ríflega 400 fiskar eru komnir á land og þó nokkrar sleggjur. Einn slíkur fiskur veiddist í dag og var það Ólafur Tómas Guðbjartsson sem landaði fiskinum. Hann tók fluguna Humungus gold í veiðistaðnum Feðgum.

Ólafur Tómas sagði í samtali við Sporðaköst að viðureignin hefði staðið í einungis tíu mínútur. „Hann kom sem betur fer til okkar. Hann tók nokkrar svakalegar rokur og fór langt niður á undirlínu.“

Ólafur Tómas hafði orð á því í færslu á Facebook af þessum íturvaxna sjóbirtingi að hann hefði mætt of seint í veiðina. „Já. Jeppinn var bilaður. Fór í honum vindustöng en ég náði sem betur fer að fá nýja og komst í tæka tíð.“

Ólafur Tómas nýtur mikilla vinsælda á Snapchat undir „dagbok urrida“. Aðspurður sagði hann að því miður yrði ekkert snap frá þessu. „Þetta er ekki stærsti fiskurinn hér í haust. Sá stærsti er 98 sentimetrar.“

Hann var með nettar græjur, Redington Crux fyrir línu fimm og stöngin í U-beygju allan tímann eins og hann lýsir þessu sjálfur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert