Tannlæknahollið með 102 laxa

Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með lax úr …
Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með lax úr Blöndu. Egill Guðjohnsen veiðifélagi Tóta í Stóru-Laxá segir að Tóti hafi verið sáttur þegar hollið var komið yfir hundrað laxa. Ingi Freyr Ágústsson

Mögnuð veiði hefur verið í Stóru-Laxá síðustu daga, eins og Sporðaköst greindu frá í gær. Hollið sem þeir Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen voru í var komið með 86 laxa í morgun eftir þrjár vaktir eða einn og hálfan dag. Þeir félagar hættu veiðum klukkan hálf eitt og voru þá búnir að landa þrettán löxum. Tvær stangir komu í hús laxlausar og segir Egill Guðjohnsen að þá hafi Tóta ekki litist á blikuna og vildi skjótast út og ná í fisk númer hundrað. Ekki kom til þess því að fjórða stöngin kom í hús með þrjá laxa veidda og var þá heildartalan komin í 102 laxa. „Þá var Tóti sáttur,“ sagði Egill í samtali við Sporðaköst.

Þegar þetta holl mætti til veiða var Stóra-Laxá komin í um 400 laxa. Þetta holl jók veiðina um fjórðung og er áin nú komin vel yfir 500 fiska. Lokahollið í ánni hóf veiði seinni partinn í dag og viðbúið að góð veiði haldi áfram. Áin hefur vaxið mikið í vatni í rigningunum en ekki litast. Fróðlegt verður að heyra af framhaldinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert