Veiðimenn láta ekki fannfergi stöðva sig

Steingrímur Sævarr Ólafsson búinn að setja í hann í Varmá …
Steingrímur Sævarr Ólafsson búinn að setja í hann í Varmá í morgun. Þetta reyndist staðbundinn urriði 35 sentimetrar. Aðstæður eru býsna vetrarlegar. Aðsend mynd

Fyrsti dagur stangaveiðitímabilsins er í dag. Veiði hófst í nokkrum ám í morgun og létu veiðimenn ekki kafaldssnjó aftra sér að fara til veiða, í það minnsta á SV-horninu. Steingrímur Sævarr Ólafsson var einn þeirra sem tók daginn snemma í Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði. „Við eltum snjóruðningstæki yfir Hellisheiðina og vorum byrjaðir snemma í morgun. Fyrstu klukkutímana gekk á með hríðarbyljum en svo fór hann að lægja og það er komið mjög fallegt veður,“ sagðir Steingrímur í samtali við Sporðaköst hér á mbl.is.

Sporðaköst hefja nú aftur göngu sína á mbl.is og verða með svipuðu sniði og í fyrra. Þegar kemur fram á sumar munum við kynna ýmsar nýjungar.

Snjó kyngdi niður í nótt og í morgun og á …
Snjó kyngdi niður í nótt og í morgun og á sumum stöðum vaða menn snjó í hné. En þetta stöðvar ekki þá hörðustu. Aðsend mynd

Steingrímur og félagar byrjuðu á efsta svæðinu og voru búnir að landa þremur fiskum á stuttum tíma. Þetta voru staðbundnir urriðar og einn sjóbirtingur um 35 sentimetrar.

„Já maður lætur sig hafa það þegar er loksins komið að þessu að mæta hvaða veðri sem er. Við erum hér víða í snjó upp í hné en það á ekki að koma neinum á óvart. Það er jú bara 1. apríl.

Þó nokkur veiðivötn opna í dag. Leirá í nágrenni Akraness, Litlaá í Kelduhverfi, Húseyjarkvísla og sjóbirtingsárnar fyrir austan. Veiði hefst einnig í nokkrum silungsveiðivötnum í dag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert