Vatnamótin komin yfir 500 fiska

Helgi Guðbrandsson og Kristinn Ævar Gunnarsson með sjóbirtinga sem veiddust …
Helgi Guðbrandsson og Kristinn Ævar Gunnarsson með sjóbirtinga sem veiddust í morgun í Vatnamótum. Ljósmynd/Aðsend

Um miðjan dag í dag var búið að færa 511 fiska til bókar í Vatnamótunum, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur. Góð veiði hefur verið á svæðinu alveg frá því að vorveiðin hófst í byrjun mánaðar. Veiðisvæðið gengur undir nafninu Vatnamót enda mætast þar Skaftá, Fossálar Breiðbalakvísl og Hörgsá.

Þegar sjóbirtingurinn gengur niður þessar ár safnast hann oft saman í Vatnamótunum og þá getur veiðin þar verið mjög góð. Veiðimenn sem nú eru verið veiðar í Vatnamótunum hafa gert góða veiði og eru aðstæður virkilega góðar.

Megnið af fiskinum er á bilinu 70 til 80 sentímetrar og töluvert magn af geldfiski. Flugurnar sem helst hafa gefið eru; Black Ghost, Sunray shadow og Rektor, svo einhverjar séu nefndar.

Gunnar Baldur Norðdahl með flottan birting úr Vatnamótum. Flestir fiskanna …
Gunnar Baldur Norðdahl með flottan birting úr Vatnamótum. Flestir fiskanna eru á bilinu 70 til 80 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Sporðaköst hafa heyrt sögur af tröllslegum fiskum sem hafa sloppið í Vatnamótunum í vor og koma þær ekki á óvart þar sem veiðisvæðið er þekkt fyrir gríðarstóra fiska. Veitt er á fimm stangir á svæðinu og eru leyfi seld að Hörgslandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert