Troðfullt á flugukastnámskeiðið

Hluti þátttakenda æfir köstin samkvæmt leiðbeiningum kennara. Þrátt fyrir nokkra …
Hluti þátttakenda æfir köstin samkvæmt leiðbeiningum kennara. Þrátt fyrir nokkra vætu lukkaðist námskeiðið vel. Kristinn Magnússon

Á þriðja tug veiðimanna mætti á flugukastnámskeið Árvakurs og Veiðihornsins, sem fór fram í Hádegismóum og við Rauðavatn í gær. Þrír fullnuma kennarar úr skóla FFI sáu um hópinn og leiðbeindu um handtökin á bæði einhendu og tvíhendu. Áhugi á námskeiðinu var mikill og fylltist hvert einasta pláss og ríflega það. Kennarar voru þeir Börkur Smári frá Flugukast.is, Björn Gunnarsson og Hilmar Jónsson en þeir eru allir viðurkenndir kastkennarar frá FFI.

Fyrst var komið saman í húsnæði Morgunblaðsins og Ólafur Vigfússon eigandi Veiðihornsins fór yfir undirstöðu hugtök og merkingu þeirra þegar kemur að vali á búnaði. Bæði stangir og ekki síður línur við hæfi. Börkur Smári Kristinsson flugukastkennari fór svo yfir sjálft kastið og hvernig best er að framkvæma það.

Rauðavatnið var lamið af krafti í gærkvöldi. Einhendur, tvíhendur og …
Rauðavatnið var lamið af krafti í gærkvöldi. Einhendur, tvíhendur og það í ýmsum útfærslum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Því næst var haldið niður að Rauðavatni og þar tók við verkleg kennsla. Hópurinn samanstóð af byrjendum og lengra komnum og einnig vildi hluti hópsins kynnast tvíhendu og hvernig rétt er að kasta með slíkri stöng.

Þrátt fyrir nokkra vætu og smá strekking voru þátttakendur hæst ánægðir og ljóst að margir fóru með mikið vegarnesti af stað inn í sumarið. Þetta var fyrsta tilraun af þessu tagi á vegum Morgunblaðsins og Veiðihornsins og er afar líklegt að þetta verði endurtekið að ári.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert