„Stórlaxaflugan“ Stangó opinberuð

Hér er flugan Stangó eftir Sigurð Héðinn í viðhafnarútgáfu. Virkilega …
Hér er flugan Stangó eftir Sigurð Héðinn í viðhafnarútgáfu. Virkilega spennandi fluga eins og annað sem komið hefur frá honum. Ljósmynd/SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur upp á 80 ára afmæli sitt í dag. Af því tilefni var Sigurður Héðinn, fluguhnýtari og hönnuður fenginn til að hnýta afmælisflugu félagsins. Hún heitir Stangó og fullyrði Sigurður Héðinn sem oftast er kallaður „Haugurinn“ að þetta sé stórlaxafluga. Hann spáir því líka í samtali við heimasíðu SVFR að hún eigi eftir að skila að minnsta kosti 80 löxum í sumar - einum fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til. 

Mikið stendur til hjá félaginu í dag og verður efnt til veislu og hátíðadagskrár í Elliðaárdalnum síðdegis. Nánar verður fjallað um það hér síðar í dag.

Hér er Stangó svo í veiðiútgáfu. Sigurður Héðinn fullyrðir að …
Hér er Stangó svo í veiðiútgáfu. Sigurður Héðinn fullyrðir að þetta sé stórlaxafluga. Ljósmynd/SVFR
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert