Risalax kom í grásleppunet

Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er …
Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er sonur Haraldar en þeir feðgar róa saman. Tekið var hreistursýni af fiskinum. Ljósmynd/Strengir

Sannkallaður risalax veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Fiskurinn mældist 112 sentimetrar og vó fimmtán kíló, eða þrjátíu pund upp á gamla móðinn. Frá þessu var greint á fésbókarsíðu Veiðiþjónustunnar Strengja sem hefur á leigu meðal annars laxveiðiárnar Breiðdalsá og Jöklu fyrir austan. Skálanesbjargið er á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þar með á milli þessara tveggja áa. Þröstur Elliðason eigandi Strengja segir í færslunni; „Þetta er mitt á milli Breiðdalsár og Jöklu sem eru miklar stórlaxaár og freistandi að ætla að hann hafi verið á leið í aðra hvora.“

Strengir upplýsa að veiðimaðurinn hafi verið Haraldur Árnason og er haft eftir honum að þetta hafi verið glæsilegur lax og greinilega af náttúrulegum stofni en skaddaðist aðeins í netinu. Tekið verður hreisturssýni af laxinum og verður mjög forvitnilegt að sjá hvað kemur þar í ljós.

Laxar hafa sést í nokkrum laxveiðiám síðustu daga og gefur það góð fyrirheit um sumarið. Vorið hefur verið milt og fyrr á ferðinni en oft er. Þannig skrifar Þröstur Elliðason í þessu samhengi.

„Við opnum Jöklu 27. júní og Breiðdalsá 1. júlí og miðað við hvernig vorar þarna fyrir austan lofar það góðu með startið. Til dæmis er Jökla strax komin í sumarvatn 20-30 rúmmetra á sekúndu miðað við að á venjulega vori væri eðlilegt yfir vatnsmagn yfir 200 rúmmetrar á þessum tíma! Og vatnshitinn er strax komin í 9-10 gráður og ekkert því til fyrirstöðu að laxi gangi hratt upp Jöklu í þessum skilyrðum. Reyndar fullyrti bóndi einn við ána að hafa séð lax stökkva þar fyrir helgi er hann var á ferð við Jöklu en kannski var um að ræða niðurgöngulax, en hver veit, gæti líka bara verið mættur óvenjusnemma,“ skrifaði Þröstur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert