Tóti tönn hóflega bjartsýnn

Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með einn fyrsta …
Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með einn fyrsta lax sumarsins í Blöndu 2010. Ingi Freyr Ágústsson

Tóti tönn fer að skellihlæja þegar spurningin er borin fram. Hvernig list þér á sumarið varðandi laxveiðina?

„Þetta er klassísk spurning á þessum árstíma,“ hlær hann og heldur svo áfram. „Svo er það ágætt að þeir sem eru spurðir við vitum sjaldnast nokkuð í okkar haus. Það sást nú best í spádómum síðasta sumars. Var ekki búið að spá voða miklum smálaxi í fyrrasumar. Ég held að men hafi verið á þeirri skoðun að þetta yrði stórt smálaxasumar. Bíddu hann er enn ekki kominn og væntanlega bara einhvers staðar úti í buskanum, smálaxinn.“

En þetta sumar Tóti 2019?

„Auðvitað hugsar maður alltaf sinn gang í byrjun vertíðar og spáir í spilin – skárra væri það nú. Ég segi nú bara svona fyrir mig, og það getur vel verið að það sé tóm vitleysa, en ég býst ekki við neinu stórsumri.“

Þar höfum við það. Og Þórarinn Sigþórsson tannlæknir rökstyður þetta. „Ef við skoðum til dæmis Norðurlandið. Við höfum mikið af köldum sjó og pólsjór flæddi inn í Húnaflóa og marga firði fyrir norðan og vorið var kalt. Afföllin hafa líkast til verið mikil í sjónum. Á móti kemur að víða var seiðabúskapur góður, allavega þar sem mælingar fóru fram.“

Tóti nefnir að fleira vinni með laxinum. Veiða og sleppa aðferðin segir hann hafna yfir allan vafa að sleppingar séu að hjálpa mikið og sérstaklega þegar kemur að stórlaxinum. „Við sjáum þetta bara á síðustu árum. Það er ekki endilega að menn séu töluglaðir þegar þeir eru að tala um stórlaxana sína, þetta er bara staðreynd.“

Þannig að þú átt ekki von á neinu ævintýrasumri?

„Nei ég á ekki von á því. Þetta verður eflaust skárra Suð-Vestan lands og Sunnanlands, þar hefur verið hlýr sjór og vorið nokkuð gott. Ég ætla að vera hæfilega bjartsýnn. Ég held að það sé ekki svigrúm fyrir meiru.“

Þórarinn Sigþórsson tannlæknir dregur spegilgljáandi lax úr Blöndu. Hann er …
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir dregur spegilgljáandi lax úr Blöndu. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir komandi sumar. Einar Falur Ingólfsson

Eitt verð ég að spyrja þig um að lokum Tóti. Í ársbyrjun 2018 varstu búinn að veiða 20.511 laxa.

Hann grípur fram í; „Alveg hárrétt hjá þér.“

Hver var staðan um síðustu áramót?

„Ég er forspárri um ýmsa aðra hluti en hvernig laxinn verður næsta sumar. Þegar þú hringdir í mig í gær hugsaði ég með mér; Nú er alveg klárt mál að kauði spyr mig hver talan sé í dag.“

Við skellum báðir upp úr.

„Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim í gærkvöldi af tannlæknastofunni var að fletta því upp og festa það mér í minni. Það varð nú ekkert svo rosaleg aukning, ekkert í líkingu við það sem var í gamla daga. Þetta er náttúrulega orðinn allt annar veiðiskapur og en þegar maður fór á úr á og valdi bestu tímana. Nú er því ekki lengur til að dreifa. En samkvæmt mínum bókum þá er ég búinn að veiða núna tuttugu þúsund sex hundruð áttatíu og átta laxa.“

20.688, Vel gert!

„Nei, ég læt það nú alveg vera. Ég lenti aldrei í neinu búmmi í fyrra. Þetta var ekki eins í gamla daga þegar maður kom heim með kannski ríflega hundrað laxa eftir þriggja daga túr. Þá var þetta fljótt að koma í háar tölur.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert