Fjölmennt við Urriðafoss - laxinn mættur

Gestir IO við Þjórsá sáu fyrstu laxan sem eru mættir …
Gestir IO við Þjórsá sáu fyrstu laxan sem eru mættir að Urriðafossi. Fjölmenn lagði leið sína á kynninguna. Ljósmynd/ES

Fjölmenni mætti að Urriðafossi í Þjórsá í hádeginu. Iceland Outfitters, sem er með veiðisvæðið á leigu bauð fólki að koma og kynnast þessu nýjasta laxveiðisvæði á Íslandi. Stefán Sigurðsson annar eigandi fyrirtækisins sagðist fyrirfram ekki hafa hugmynd um hvernig fólk tæki í svona kynningu. En vel var tekið í hugmyndina og mættu um fjörutíu manns og hlýddu á Stefán og ferðuðust nokkuð um veiðisvæðið.

„Mér finnst þetta afskaplega ánægjulegt,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst við Þjórsá fyrr í dag. „Ég hefði verið alsæll með tíu manns en þetta fór langt fram úr mínum björtustu vonum.“

Stefán Sigurðsson hjá IO var að vonast eftir tíu manns. …
Stefán Sigurðsson hjá IO var að vonast eftir tíu manns. Mun fleiri mættu og vildu fræðast um laxveiði í Þjórsá. Ljósmynd/ES

Tveir af lykil veiðistöðum í Urriðafossi eru Hulda og Lækjalátur. Gestir IO voru svo heppnir að laxar sáust á báðum þessum stöðum. Hann er mættur og var nokkurt magn af laxi í Huldu. Þjórsá verður fyrsta laxveiðiáin á Íslandi sem opnar og hefst formlega veiði þar á laugardag eða 1. júní. „Það er alveg ljóst að þetta mun byrja vel,“ sagði Stefán. „Hann er mættur og það mun bara bætast í þetta á næstu dögum.“ 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert