Lukkugripur gaf fisk í öðru kasti

Emil Daði búinn að setja í fyrsta flugufiskinn. Hann tók …
Emil Daði búinn að setja í fyrsta flugufiskinn. Hann tók lukkugripinn í öðru kasti. Ljósmynd/BG

Emil Daði Baldursson, sem verður níu ára í næsta mánuði, landaði sínum fyrstu flugufiskum í gær. Hann fór með pabba sínum til veiða í Laugarvatni en á þeim slóðum er Baldur Guðmundsson kunnugur, er oft í leiðsögn með menn á vatnasvæði Laugarvatns. Emil Daði og Baldur byrjuðu daginn á að kaupa vöðlur á unga veiðimanninn. Þegar afgreiðslu var lokið afhenti María Anna Clausen í Veiðihorninu Emil Daða flugu og sagði honum að hún væri lukkugripur. Þetta reyndist vera silungaflugan Krókurinn.

Ákaflega stoltur veiðimaður með bleikju. Það kom aldrei til greina …
Ákaflega stoltur veiðimaður með bleikju. Það kom aldrei til greina að sleppa henni. Ljósmynd/BG

Þeir feðgar fóru til veiða neðan við þorpið. Emil Daði vildi ekkert frekar en að byrja með lukkugripinn frá konunni í búðinni. Hann var vopnaður flugustöng fyrir línu fimm. Í öðru kasti stóð lukkugripurinn undir nafni og fiskur tók Krókinn. „Pabbi, ég er hræddur,“ hrökk upp úr þeim stutta. En hann var fljótur að jafna sig og landaði fallegri bleikju.

Að sögn Baldurs kom aldrei til greina að sleppa þessum fiski og ætlaði Emil Daði sér að borða hann. Það varð úr. Emil Daði, sem er í þriðja bekk í Snælandsskóla, missti tvo fiska áður en öðrum var landað. „Hann bar sig flott að þessu. Við höfum verið að æfa köst og hann sá alfarið um þetta. Kastaði sjálfur og reisti stöngina á réttum tíma og gerði þetta virkilega vel,“ sagði stoltur faðir í samtali við Sporðaköst.

Í nýjum vöðlum og allt í toppstandi. Seinni bleikjunni landað …
Í nýjum vöðlum og allt í toppstandi. Seinni bleikjunni landað í Laugarvatni. Ljósmynd/BG

„Hann er kominn með veiðidellu. Hann var strax farinn að plana að fara aftur, þegar við keyrðum heim.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert