Hundrað fiska vakt í Mývatnssveit

Bræðurnir Sigurjón og Hafþór Bjarni með 60 sentímetra urriða úr …
Bræðurnir Sigurjón og Hafþór Bjarni með 60 sentímetra urriða úr Geirastaðaskurði. Nokkuð hlýnaði þegar leið á daginn, en menn voru kátir með veiðina. Ljósmynd/BJ

Veiði á urriðasvæðinu í Mývatnssveit hófst í morgun. Óhætt er að segja að veiðin hafi verið mjög góð og gaf fyrri vaktin hátt í hundrað urriða. Vetrarríki tók á móti veiðimönnum í morgun. Alhvít jörð og hitastig ein gráða. Svona skilyrði hafa meiri áhrif á veiðimenn en urriðann. Það kom fljótt í ljós og settu menn í fiska vítt og breitt um svæðið. Einn þeirra sem er að veiðum í Laxá er Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann er með sonum sínum þeim Hafþóri Bjarna og Sigurjóni Bjarna. Allir voru þeir búnir að lenda í góðri veiði. Þeir voru á svæði sem kallast Geirastaðir og er mjög ofarlega.

Árni Friðleifsson mótorhjólalögga með urriða úr Garðsenda. Báðum frekar kalt …
Árni Friðleifsson mótorhjólalögga með urriða úr Garðsenda. Báðum frekar kalt en veiðin var góð. Hofstaðaey gaf tólf fiska í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Það fraus í lykkjum hjá okkur í morgun þegar við vorum að byrja. Ég sit nú inni í bíl og er að horfa á strákana veiða. Úbbs þarna setti Sigurjón í fisk. Þetta er dásamlegt. Ég er búinn að landa tveimur og fá einhverjar tíu tökur. Það var ekki mikið líf í Skurðinum sjálfum en víða höfum við orðið varir við fisk,“ sagði Bjarni Júlíusson í samtali við Sporðaköst í morgun.

Þrátt fyrir kuldann og stöku haglél voru þeir feðgar kátir og nutu sín í botn. Snjóinn tók upp þegar hlýnaði um örfáar en dýrmætar gráður.

Það var vetrarlegt um að litast í morgun. Hér er …
Það var vetrarlegt um að litast í morgun. Hér er hluti veiðimanna að gera sig klára í morgunsárið. Ljósmynd/SVFR

Þegar fyrstu vaktinni var lokið í Mývatnssveitinni kom í ljós að menn höfðu víða verið að gera góða veiði. Hofstaðaey stóð heldur betur undir væntingum og gerði Árni Friðleifsson ásamt félögum sínum flotta veiði. Svæðin gáfu misjafna veiði en öll voru að gefa eitthvað. Sum reyndar mjög góða veiði eins og Geldingaey, Helluvað og Hofsstaðaland. Veiðimenn sem veiddu Brotaflóa voru í miklu lífi og fiskur um allan flóa. Veitt var til klukkan tvö og þegar drjúgur hluti veiðimanna var kominn í hús var ljóst að fyrsta vaktin gaf hátt í hundrað fiska, sem er mögnuð veiði í þessari dásemdar perlu sem Mývatnssveitin er.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert