Fjallasleggja úr Haukabrekkuvatni

Ótrúlega falleg bleikja sem tók í fyrsta kasti í Haukabrekkuvatni …
Ótrúlega falleg bleikja sem tók í fyrsta kasti í Haukabrekkuvatni á Snæfellsnesi. Ljósmynd/JH

Jóhann Hannesson setti í sannkallaða „fjallasleggju“ í fyrsta kasti í Haukabrekkuvatni skömmu eftir hádegi. Það er drjúg ganga að vatninu sem liggur hátt á Snæfellsnesi og er í einkaeigu. „Ég prílaði hérna upp og bara í fyrsta kasti tók þessi svaka sleggja. Þetta voru alveg átök og hún var virkilega sterk,“ sagði Jóhann í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að bleikjunni var landað.

Jóhann spurði sjálfur; Rétt upp h[önd] sem hefur séð svona …
Jóhann spurði sjálfur; Rétt upp h[önd] sem hefur séð svona stóra bleikju. Ljósmynd/Aðsend

„Hún tók frekar stóran Woolly Bugger og kjafturinn á henni er alveg svakalegur. Ég tók ekki með mér málband svo ég er ekki búinn að mæla hana eða vigta. Ég hef áður landað fimm punda bleikjum en þessi er töluvert stærri og bara ótrúlega vel haldin.“

Jóhann deildi myndum af sleggjunni á Facebook-síðu sinni og sagði: „Rétt upp h[önd], sem hefur séð svona stóra bleikju.“

Ekki búið að mæla eða vigta. Jóhann segir labbið upp …
Ekki búið að mæla eða vigta. Jóhann segir labbið upp svo erfitt að hann tók bara lágmarksbúnað meðferðis. Ljósmynd/JH

Hann segir þennan fisk koma skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem hann og fleiri hafa verið að grisja í öðrum vötnum á nesinu. „Þar var óhemja af fiski en ekkert nema litlir skiptilyklar. Þess vegna er svo gaman að sjá aðstæður hér í vatninu.“

Uppfært:

Jóhann var að koma til byggða eftir langa og stranga göngu. Bleikjan mældist 63 sentímetrar og vó sex pund. Glæsilegur fiskur og frábær kvöldmatur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert