Laxinn líka mættur í Vopnafirði

Selárfoss í Vopnafirði.
Selárfoss í Vopnafirði. Sugai San

Fyrsta laxveiðiáin opnar í fyrramálið við veiðisvæðin í Urriðafossi í Þjórsá. Talsvert er síðan menn urðu varir við fyrstu laxana þar og í nokkrum ám á suður- og vesturlandi þar sem þeir ganga alla jafnan fyrr en á norðausturlandi.

Stefán Hrafnsson á Vopnafirði og leiðsögumaður við Selá gerði sér ferð á miðvikudaginn að Selárfossi með ungum syni sínum til kíkja eftir laxi.

Að sögn Stefáns sá hann fljótlega einn sem lá ofarlega utan í klöpp að norðanverðu, sá lá djúpt og var dökkur og þunnur og því að öllum líkindum um hoplax að ræða.

Það leyndi sér hins vegar ekki að upp upp á klöppinni að sunnanverðu voru þrír bjartir tveggja ára laxar.

Að sögn Stefáns er magnað að lax sé þegar genginn í Selá í maí og fá dæmi um slíkt. Veiði hefst ekki í Vopnafjarðaránum fyrr en eftir um fjórar vikur

Þor­steinn Þor­geirs­son fyrrverandi bóndi á Ytri-Nýp í Vopnafirði sem kom­inn er hátt á tiræðis­ald­ur hafði fyr­ir venju um ára­tugaskeið að veiða Foss­inn á sjálfan þjóðhátíðardag­inn 17. júní.  Kvaðst hann aldrei hafa fengið eða orðið var við nýjan lax svo snemma á þeim árum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert