Stefnir í óefni vegna vatnsskorts

Staðan á vatnafarssíðu Veðurstofunnar frá því í gær.
Staðan á vatnafarssíðu Veðurstofunnar frá því í gær. Veðurstofa Íslands

Samkvæmt fréttum frá Norðurá og Þverá í Borgarfirði á fyrstu veiðidögum sumarsins þá hafa menn aldrei séð árnar svo vatnslitlar í upphafi tímabilsins.  Stefnir í alvarlegt ástand ef ekki fer að ganga í rigningar á næstunni.

Ingólfur Ásgeirsson einn af leigutökum Þverár í Borgarfirði líkir ástandinu við náttúruhamfarir.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir þetta að umtalsefni á facebooksíðu sinni og segir að rennsliskort á  vatnafarssíðu Veðurstofunnar sé harla óvenjulegt um þessar mundir því um alt land mælist ýmis lítið eða mjög lítið rennsli í vatnsföllum. 

Nánar segir Einar: „Dragár um land allt standa lágt, jafnvel mjög lágt og þar sem eru svartir punktar er hlutfallstal rennslis minna en 1%. Ekki hlutfall af meðalrennsli heldur reiknuð raðtala viðkomandi árstíma í mælisafni.

Nú ætti vorleysingin að hafa verið í hámarki að undanförnu væri allt með felldu. Öðru nær. Snjó tók upp að mestu upp í 800-1.200 m hæð í apríl. Þokkalegar rigningar sunnan til framan af maí, en annars verið þurrt og nánast alveg úrkomulaust utan Austurlands síðustu tvær til þrjár vikurnar.

Norðuráin er komin niður í 3,1 til 3,4 rúmmetra á sekúndu. Meira og minna allur snjór löngu bráðnaður á upptakasvæðunum á Holtavörðuheiði þetta vorið og jarðvegur tekinn að þorna því til viðbótar. Ekki rignir næstu dagana og rennslið fer væntanlega niður fyrir þriggja rúmmetra þröskuldinn. Bið verður á alvöru laxagöngum.

Þó sólin skíni á hájöklana er lítil sem engin bráðnun þar. Það er alvanalegt framan af júní. Frost er þar uppi og endurkast frá hinum miklu jökulhvelum. Jökulsá á Fjöllum er með hlutfallstölu 5% og Austari Jökulsá Héraðsvatna 1%.“

Einar segir að lokum að þetta litla rennsli um alt land sem óvenjulegt í alla staði. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert