Ekki dropi úr lofti alla vikuna

Rennt fyrir lax við Urriðafoss í Þjórsá. Þjórsá er ein …
Rennt fyrir lax við Urriðafoss í Þjórsá. Þjórsá er ein af fáum laxveiðiám þar sem vatnsstaða er ekki vandamál í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn af reyndari veðurfræðingum landsins, Einar Sveinbjörnsson segir að ekki sé von um dropa úr lofti fyrr en eftir næstu helgi á landinu. Eins og við greindum frá í gær eru margar laxveiðiár að verða nánast óveiðanlegar vegna vatnsskorts. Sporðaköst settu sig í samband við Einar sem rekur veiðivefinn blika.is vegna þessa.

Er einhver von um rigningu á vestari hluta landsins í þessum mánuði?

„Jú, jú. Þessi kafli sem við erum að upplifa núna með þessum mikla háþrýstingi sem búinn er að vera frá því í byrjun maí honum lýkur alltaf á endanum. Við vitum það sem búum á Íslandi. En þetta er búinn að vera óvenju langur kafli og allan tímann hefur þrýstingur verið yfir meðallagi árstíma og stundum langt yfir meðallagi. Þetta er svokölluð Grænlandsfyrirstaða sem hefur stjórnað veðri hér allan þennan tíma og hún verður mjög sterk næstu daga. Eina breytingin sem verður er að það við höfum haft kaldar nætur en nú er að hlýna almennt og framundan eru fallegir sumardagar með sólskini og engri vætu,“ sagði Einar í samtali við Sporðaköst.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann sér en rigningu í kortunum fyrr …
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann sér en rigningu í kortunum fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. Sigurður Bogi Sævarsson

Langtímaspár frá Evrópsku reiknimiðstöðinni og þeirri Bandarísku eru ekki alveg samhljóma. „Sú Evrópska gerir ráð fyrir því að þessu ljúki um næstu helgi og við taki að minnsta kosti einhverjar skúraleiðingar, allavega væta af og til og veðurlag sem er eðlilegt miðað við árstíma. Það er ekki sem bendir til þess að hann sé að leggjast í rigningar en því er spáð að veðrið verði breytilegt.“

Þannig að við erum að tala um 17. Júní, að við gætum fengið vætu?

„Já, á bilinu 16. til 18. Júní. Það er hins vegar aðeins annað upp á teningnum hjá Amerísku veðurstofunni. Þeir gera líka ráð fyrir að þessi fyrirstaða brotni upp en þeir spá Norð-Austanátt sem aftur þýðir að þá er úrkoman meiri á Norður- og Austurlandi en síður á Suður- og Vesturlandi.“

Einar, þú ert þarna mitt á milli og ekki síðri veðurfræðingur en nokkur af þessum mönnum úti í heimi. Hverju spáir þú?

„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að þetta brotni niður og leiti í eitthvert eðlilegra ástand. Svo veit maður ekkert með framhaldið hvort þetta vari bara í nokkra daga og leiti svo aftur í sama farið. En það er reyndar stundum þannig hjá okkur að þegar búið er að klára vetrardreggjarnar á norðurhveli að þá verða stundum umskipti í veðrinu. Þetta gerist gjarnan á tímabilinu 17. júní og fram að Jónsmessu.  En um leið er rétt að minna á að það gerðist ekki í fyrra. Þá hélt rigningatíðin áfram fram á sumar.“

Þurrir bakkar og enn mun ganga á vatnsmagnið.
Þurrir bakkar og enn mun ganga á vatnsmagnið. Sigurjón Ragnar

Einar Sveinbjörnsson birti kort Veðurstofu Íslands af vatnafari nýlega og mátti þar sjá ótrúlega lága vatnsstöðu í mörgum ám um þetta segir hann: „Þetta er auðvitað alveg svakalegt ástand. Það eru sumar ár sem hreinlega eru hættar að renna og svo er ástandið raunar skárra annarsstaðar. Ég sá þetta svo vel þegar ég keyrði vestur á Snæfellsnes í fyrradag. Þá var mjög gott vatn í Hítará miðað við aðrar ár sem ég sá. Hún kemur auðvitað úr vatni og þá er meiri tregða. En svo keyrði ég yfir Urriðaá sem er hreinræktuð dragá og hún varla rann. Sama má segja með Gufuá og fleiri. Þetta er algerlega að þorna upp.“

Einar segir að nauðsynlegt sé að hafa í huga að sú góða tíð sem var í apríl sé í raun það sem veldur hversu ástandið er afbrigðilegt. Þá tók upp nánast allan snjó þannig að hefðbundnar vorleysingar sem iðulega hefjast um það leiti sem laxinn er að ganga, eru að baki. „Stundum byrja þessar leysingar á hálendinu ekki fyrr en í júní og jafnvel í júlí eins og gerðist fyrir nokkrum árum. Þetta vatn var allt farið framhjá áður en fiskurinn gat nýtt sér það. Það er af engu að taka ef við horfum til að mynda upp á Holtavörðuheiði. Við höfum oft áður fengið þurr vor og maí og júní eru oft þurrustu mánuðirnir. En nú erum við algerlega háð rigningunni fyrir rennsli ánna og það sem meira er, eftir svona þurrkatíð að þá er jarðvegurinn orðinn svo þurr að það tekur svolítinn tíma í rigningartíð að ná rakanum upp. Og áður en jarðvegurinn fer að miðla þessum raka þarf hluti af honum að mettast áður en vatnið fer að renna fram og jarðvegurinn að miðla raka.“

Aðspurður hvort hann sé búinn að afskrifa votviðrasamt sumar, minnir hann á að nú sé aðeins 10. júní og oft verið rætt um það hér áður fyrr en sumarið kæmi ekki fyrr en um miðjan júní.

Einar mun á næstunni skoða betur 2ja til 3ja vikna spá og verður forvitnilegt að sjá hvað hann sér í kortunum. Það má sjá á vefnum hans blika.is og rétt er að benda veiðimönnum á að flest veiðihús á landinu eru komin á vefinn blika.is og þar er hægt að sjá spá fyrir þeirra nágrenni fimm daga fram í tímann.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert