Fer ágætlega af stað í Haffjarðará

Frá Haffjarðará.
Frá Haffjarðará. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Inga Helgasonar leiðsögumanns við Haffjarðará í Hnappadalssýslu fer veiði þar ágætlega af stað fyrstu dagana enda er talsvert langt síðan menn urðu varir við fyrstu laxana. 

Elstu menn í sveitinni muna þó ekki eftir að hafa séð hana svo vatnslitla í upphafi veiðitímans og undanfarið.  Það virðist þó ekki hamla því að laxinn gangi upp ána því talsvert magn af fiski er þegar komið í hana.

Fram kom hjá Inga að fyrsti hópur veiðimanna hefði byrjað eftir hádegið á fimmtudaginn og væri búið að landa rúmlega 30 löxum eftir 6 vaktir.  Veitt er á sex stangir og um er að ræða erlenda veiðimenn sem fara sér að engu óðslega og eru rólegir við veiðarnar.

Ingi sagði að mestallt af þess­um fiski væri stór og fal­leg­ur vor­lax og taldi að aðeins væru tveir smálaxar komnir á blað í hópi fyrstu laxa sumarsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert