Að sögn Inga Helgasonar leiðsögumanns við Haffjarðará í Hnappadalssýslu fer veiði þar ágætlega af stað fyrstu dagana enda er talsvert langt síðan menn urðu varir við fyrstu laxana.
Elstu menn í sveitinni muna þó ekki eftir að hafa séð hana svo vatnslitla í upphafi veiðitímans og undanfarið. Það virðist þó ekki hamla því að laxinn gangi upp ána því talsvert magn af fiski er þegar komið í hana.
Fram kom hjá Inga að fyrsti hópur veiðimanna hefði byrjað eftir hádegið á fimmtudaginn og væri búið að landa rúmlega 30 löxum eftir 6 vaktir. Veitt er á sex stangir og um er að ræða erlenda veiðimenn sem fara sér að engu óðslega og eru rólegir við veiðarnar.
Ingi sagði að mestallt af þessum fiski væri stór og fallegur vorlax og taldi að aðeins væru tveir smálaxar komnir á blað í hópi fyrstu laxa sumarsins.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |