Ágætis byrjun í Veiðivötnum

Ísar Edwinsson með stærsta urriðann í síðastliðinni viku.
Ísar Edwinsson með stærsta urriðann í síðastliðinni viku. veidivotn.is

Veiðivötn á Landmannaafrétti opnuðu 18. júní og samkvæmt samantekt veiðivarða fyrir þessa fyrstu viku fer veiðin ágætlega af stað. Vel er haldið utan um skráningu á afla úr vötnunum.

Veiddust 4.020 fyrstu vikuna sem skiptust í 2.605 urriða og 1.415 bleikjur. Þetta er talsvert betri heildarveiði en fyrstu vikuna árið 2018 þegar veiddust 3.208 fiskar.

Eins og oft áður veiddist mest í Litlasjó eða 1.292 fiskar og 456 komu upp úr Stóra-Fossvatni.

Þyngsti fiskurinn sem kom á land þessa vikuna var 13,2 punda urriði sem kom úr Hraunsvötnum. Stærstu urriðarnir sem komu á land sumarið 2018 voru 12,0 punda og komu einnig úr Hraunsvötnum.

Meðalþyngd þessa fyrstu viku var 1,5 pund, en mesta meðalþyngd var 2,2 pund í Litla-Breiðavatni.

Sumarið 2018 veiddust úr vötnunum alls 25.437 fiskar sem var nokkuð minni veiði en árin tvö þar á undan. Á stöng veiddust 20.593 fiskar og 4.844 í netin eftir að stangveiðitímanum lauk. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert