Vikulegar veiðitölur

Aron Pálmarsson handboltamaður með maríulaxinn sinn, 100 cm hæng, sem …
Aron Pálmarsson handboltamaður með maríulaxinn sinn, 100 cm hæng, sem hann fékk í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal í morgun á sunray shadow túpu. Laxá/Nes

Viku­leg­ar veiðitöl­ur úr laxveiðiám lands­ins birt­ust í morg­un á vef Landssambands veiðifélaga og eru þær unnar fyrir vikuna 19. til 26. júní. Áberandi er að árnar sem ekki þjást af vatnsskorti eru efstar á þessum lista yfir mesta heildarveiði það sem af er.  Þá er áberandi hvað heildarveiðin í Norðurá og Þverá/Kjarrá er döpur.

Efst á listanum er Urriðafoss í Þjórsá þar sem er veiðin komin í 319 laxa og skilaði síðasta veiðivika 63 löxum. Veiðin á svipuðum tíma síðasta sumar var 391 lax og veiðin nú því heldur verri en þá.  Mikil sólbráð hefur verið í jöklinum að undanförnu sem hefur gert ána mjög litaða og segja veiðimenn að „sementslitur“ hafi verið í henni þegar verst hefur látið. 

Blanda er í öðru sæti með 110 laxa þar sem vikuveiðin var einnig 63 laxar, en á svipuðum tíma fyrir ári höfðu veiðst 175 laxar. Veiðin fer því aðeins hægar af stað nú í ár.   

Saman í þriðja sætinu eru Eystri-Rangá og Brennan í Hvítá í Borgarfirði með 93 laxa. Eystri-Rangá skilaði 82 löxum í síðustu viku sem er mun betra en á sama tíma fyrir ári þegar 17 laxar voru komnir á land. 

Brennan í Hvítá hefur gefið nánast sömu heildarveiði og á sama tíma í fyrra og segja menn að töluvert sé af laxi þar.  Það hefur samt haft áhrif á veiðina að jökullitað vatn hefur náð inn á svæðið sökum bágs vatnsbúskapar í Þverá/Kjarrá og því lítil skil á milli bergvatnsins og jökulvatnsins.

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert