Vatnaveiðin gengur vel

Falleg bleikjuveiði úr Þingvallavatni.
Falleg bleikjuveiði úr Þingvallavatni. Ríkharður Hjálmarsson

Laxveiðin hefur farið mjög rólega af stað í flestum ánum það sem af er sumri.  Öðru máli gegnir um vatnaveiðina og samkvæmt upplýsingum frá Veiðikortinu, sem hefur mörg silungsveiðisvæði víða um land á sínum snærum, hefur veiðin verið óvenju góð í sumar.

Skilyrði það sem af er sumri hafa verið óvenju góð fyrir vatnaveiðimenn og mikil hlýindi í maí gerðu það að verkum að allt lífríkið fór snemma af stað og þess vegna er búið að vera mikið fæðuframboð í vötnum. Það þýðir að fiskurinn er búinn að vera á mikilli hreyfingu í vötnunum og veiðimenn sem hafa verið duglegri að stunda veiðarnar hefur almennt gengið vel. 

Virðist vera sama hvert litið er þá hafa veiðimenn verið að fá flotta veiði í flestum þeim vötnum sem Veiðikortið hefur á sínum snærum. Fréttir hafa borist af feitum og flottum bleikjum jafnt í Þingvallavatni sem og í Úlfljótsvatni. Þá virðist sem bleikjuveiðin í Hraunsfirðinum sé hrokkin í gang, auk þess sem Baulárvallavatn er búið að gefa vel af sér það sem af er sumri.

Þá hafa Kleifarvatn og Elliðavatn hafa einnig gefið óvenju vel í sumar því skilyrði hafa verið góð. Í Elliðavatni hafa menn til viðbótar við flotta urriðaveiði verið að fá óvenju góða bleikjur og orðið varir við sæmilegar torfur af þeim. Eru það góðar fréttir fyrir vatnið sem var áður fyrr þekkt fyrir góða bleikjuveiði en svo dró mjög úr henni hin síðari ár.

Finn Wierod með fimm punda urriða sem hann fékk á …
Finn Wierod með fimm punda urriða sem hann fékk á flugu úr Kleifarvatni. Veiðikortið
Friðrik Ottó Friðriksson með rúmlega fjögra punda urriða úr Elliðavatni.
Friðrik Ottó Friðriksson með rúmlega fjögra punda urriða úr Elliðavatni. Veidikortid
Anette Andresen með urriða úr Baulárvallavatni á Snæfellsnesi.
Anette Andresen með urriða úr Baulárvallavatni á Snæfellsnesi. Veidikortid
Finn Wierod með bleikju úr Kleifarvatni.
Finn Wierod með bleikju úr Kleifarvatni. Veidikortið
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert