81 tonna laxveiðiafli í fyrra

45.291 lax veiddist með stöng í fyrra.
45.291 lax veiddist með stöng í fyrra. Ljósmynd/Hreggnasi

Fimm veiðihæstu laxveiðiárnar árið 2018 voru Hólsá Vesturbakki með 4.039 laxa, Eystri-Rangá með 3.960 laxa, Miðfjarðará 2.725 laxa, Þverá og Kjarrá 2.441 og Norðurá með 1.692 laxa, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þá var heildarafli landaðra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt 49.901 laxar sem vógu 81.712 kíló. Þar af 26.620 smálaxar og 3.856 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 54.870 kg og þyngd stórlaxa 18.738 kg.

Yfir sumarið í fyrra var skráð stangveiði á laxi í ám 45.291 lax. Þar af var 19.409, 42,9%, sleppt aftur en heildarfjöldi landaðra laxa var 25.882, 57,1%. Þegar litið er til veiddra laxa voru 36.044 með eins árs sjávardvöl, 79,6%, og 9.247, 20,4%, með tveggja ára sjávardvöl eða lengri.

Alls var þyngd afla í stangveiði 68.797 kíló og af þeim voru 22.907 smálaxar, alls 53.649 kíló. Stórlaxar voru 2.975 og heildarvigt 15.148 kg. Þá var 67,8% þeirra laxa sem sleppt var aftur smálaxar eða 13.137 og 6.272, 32,3%, stórlaxar.

Urriðaveiðin jókst miðað við árið 2017 og hefur hún vaxið síðustu fjögur ár. 10.330 urriðar voru veiddir árið 2018 sem er 1.006 fleiri en árið áður. Í Laxá í Þingeyjarsýslu veiddust 3.763 urriðar sem er 461 fleiri í ár en árið áður.

Bleikjuveiðin var svipuð í fyrra og árið á undan og voru 27.909 bleikjur veiddar. Þar af var 4.413, 15,8%, sleppt. Alls veiddust 143 fleiri bleikjur 2018 en árið áður. Fjöldi í afla var 23.496 og heildarþyngd 17.318 kíló.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert