81 tonna laxveiðiafli í fyrra

45.291 lax veiddist með stöng í fyrra.
45.291 lax veiddist með stöng í fyrra. Ljósmynd/Hreggnasi

Fimm veiðihæstu laxveiðiárnar árið 2018 voru Hólsá Vesturbakki með 4.039 laxa, Eystri-Rangá með 3.960 laxa, Miðfjarðará 2.725 laxa, Þverá og Kjarrá 2.441 og Norðurá með 1.692 laxa, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þá var heildarafli landaðra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt 49.901 laxar sem vógu 81.712 kíló. Þar af 26.620 smálaxar og 3.856 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 54.870 kg og þyngd stórlaxa 18.738 kg.

Yfir sumarið í fyrra var skráð stangveiði á laxi í ám 45.291 lax. Þar af var 19.409, 42,9%, sleppt aftur en heildarfjöldi landaðra laxa var 25.882, 57,1%. Þegar litið er til veiddra laxa voru 36.044 með eins árs sjávardvöl, 79,6%, og 9.247, 20,4%, með tveggja ára sjávardvöl eða lengri.

Alls var þyngd afla í stangveiði 68.797 kíló og af þeim voru 22.907 smálaxar, alls 53.649 kíló. Stórlaxar voru 2.975 og heildarvigt 15.148 kg. Þá var 67,8% þeirra laxa sem sleppt var aftur smálaxar eða 13.137 og 6.272, 32,3%, stórlaxar.

Urriðaveiðin jókst miðað við árið 2017 og hefur hún vaxið síðustu fjögur ár. 10.330 urriðar voru veiddir árið 2018 sem er 1.006 fleiri en árið áður. Í Laxá í Þingeyjarsýslu veiddust 3.763 urriðar sem er 461 fleiri í ár en árið áður.

Bleikjuveiðin var svipuð í fyrra og árið á undan og voru 27.909 bleikjur veiddar. Þar af var 4.413, 15,8%, sleppt. Alls veiddust 143 fleiri bleikjur 2018 en árið áður. Fjöldi í afla var 23.496 og heildarþyngd 17.318 kíló.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert