Samkvæmt upplýsingum frá Frey Guðmundssyni, eins af leigutökum Deildarár á Melrakkasléttu er ágætisgangur þar þessa dagana.
Fram kom að fín veiði hafi verið síðustu daga og nýr fiskur væri að ganga inn á hverju flóði. Laxinn væri orðinn vel dreifður um alla á.
Hópur veiðimanna sem var að klára þriggja daga veiði í hádeginu náði tíu á land á þrjár stangir. Væru þá komnir 20 laxar í bók sem Freyr sagði að væri vel við unandi. Hann kvaðst ekki hafa heyrt af Ormarsá sem væri þarna í næsta nágrenni, en vissi þó að talsvert af fiski hefði sést í henni skömmu áður en hún opnaði seinni hluta júní.
Að lokum sagðist Freyr vera staddur með erlenda veiðimenn í silungsveiði á Grímstungu- og Haukagilsheiði þar sem væri búin að vera góð og flott veiði, sérstaklega í svokölluðu Refkelsvatni. Þá væri góð veiði í ánum þar í kring og meðalþyngd um tvö kíló.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |