Ágætur gangur í Deildará

Brynjar Leifsson með maríulax sinn sem hann fékk í Deildará …
Brynjar Leifsson með maríulax sinn sem hann fékk í Deildará í gær. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá Frey Guðmundssyni, eins af leigutökum Deildarár á Melrakkasléttu er ágætisgangur þar þessa dagana.

Fram kom að fín veiði hafi verið síðustu daga og nýr fiskur væri að ganga inn á hverju flóði. Laxinn væri orðinn vel dreifður um alla á.

Hópur veiðimanna sem var að klára þriggja daga veiði í hádeginu náði tíu á land á þrjár stangir. Væru þá komnir 20 laxar í bók sem Freyr sagði að væri vel við unandi. Hann kvaðst ekki hafa heyrt af Ormarsá sem væri þarna í næsta nágrenni, en vissi þó að talsvert af fiski hefði sést í henni skömmu áður en hún opnaði seinni hluta júní.

Að lokum sagðist Freyr vera staddur með erlenda veiðimenn í silungsveiði á Grímstungu- og Haukagilsheiði þar sem væri búin að vera góð og flott veiði, sérstaklega í svokölluðu Refkelsvatni. Þá væri góð veiði í ánum þar í kring og meðalþyngd um tvö kíló.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert