Fyrsti hundraðkallinn úr Selá

Ólafur Már leiðsögumaður heldur á stórlaxinum og kampakátur veiðimaður, Bill …
Ólafur Már leiðsögumaður heldur á stórlaxinum og kampakátur veiðimaður, Bill Teesdale, er ánægður með útkomuna. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti laxinn, sem nær hundrað sentimetra máli í Selá í sumar, veiddist í gær. Fiskurinn mældist sléttir hundrað sentimetrar og tók hann á Fossbreiðu. Veiðimaður var Bill Teesdale og honum til leiðsagnar var Ólafur Már. Selá er í góðu vatni eins og margar ár á norðausturhorninu, sérstaklega miðað við ár í Borgarfirði og á Vesturlandi. Horfa margir til þessa landshluta þar sem spáð hefur verið vexti í laxagöngum þar.

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs ehf. sem leigir Hofsá og Selá í Vopnafirði ásamt fleiri ám á svæðinu, sagði í samtali við Sporðaköst að göngur væru í samræmi við það sem gerist í meðalári.

„Það voru komnir á land ríflega fimmtíu fiskar í gærkvöldi. Við byrjuðum rólega og á fáum stöngum en þetta horfir allt til meðalárs. Við erum ekki að glíma við sama vatnsleysið og víða er að hrjá veiðimenn á vestari hluta landsins.“

Stórlaxinn tók SRS eða Sunray Shadow og er það ein öflugasta fluga sem menn geta notað í leit að laxi. Selá skilaði fínni veiði í fyrra og benda mælingar á seiðaútgöngu síðastliðið vor til þess að smálaxinn geti verið sterkur í sumar í Vopnafirði. En þá er ótaldir óþekktir þættir eins og ástand uppvaxtarsvæða í hafinu. En byrjunin lofar góðu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert