Fyrsti hundraðkallinn úr Selá

Ólafur Már leiðsögumaður heldur á stórlaxinum og kampakátur veiðimaður, Bill …
Ólafur Már leiðsögumaður heldur á stórlaxinum og kampakátur veiðimaður, Bill Teesdale, er ánægður með útkomuna. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti laxinn, sem nær hundrað sentimetra máli í Selá í sumar, veiddist í gær. Fiskurinn mældist sléttir hundrað sentimetrar og tók hann á Fossbreiðu. Veiðimaður var Bill Teesdale og honum til leiðsagnar var Ólafur Már. Selá er í góðu vatni eins og margar ár á norðausturhorninu, sérstaklega miðað við ár í Borgarfirði og á Vesturlandi. Horfa margir til þessa landshluta þar sem spáð hefur verið vexti í laxagöngum þar.

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs ehf. sem leigir Hofsá og Selá í Vopnafirði ásamt fleiri ám á svæðinu, sagði í samtali við Sporðaköst að göngur væru í samræmi við það sem gerist í meðalári.

„Það voru komnir á land ríflega fimmtíu fiskar í gærkvöldi. Við byrjuðum rólega og á fáum stöngum en þetta horfir allt til meðalárs. Við erum ekki að glíma við sama vatnsleysið og víða er að hrjá veiðimenn á vestari hluta landsins.“

Stórlaxinn tók SRS eða Sunray Shadow og er það ein öflugasta fluga sem menn geta notað í leit að laxi. Selá skilaði fínni veiði í fyrra og benda mælingar á seiðaútgöngu síðastliðið vor til þess að smálaxinn geti verið sterkur í sumar í Vopnafirði. En þá er ótaldir óþekktir þættir eins og ástand uppvaxtarsvæða í hafinu. En byrjunin lofar góðu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert