Á laugardaginn var gekk risalax í gegnum teljarann í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi.
Á vefsíðunni riverwatcherdaily.is er hægt að fylgjast með gönguferðum laxfiska í nokkrum ám á landinu þegar þeir ganga í gegnum þar til gerða teljara.
Það var síðastliðinn laugardag að tveir höfðingjar gengu í ána með nokkurra klukkustunda millibili. Sá fyrri gekk í gegn klukkan 12:20 og reyndist vera 105 sentimetrar að lengd. Sá seinni gekk þar í gegn klukkan 17:14 og var mældur 111 sentimetra hængur sem er ekki langt frá 30 pundum, en mikilvægt væri að vita ummál þeirra til að fá nákvæmari þyngd fram.
Þennan dag gengu einnig þrír smálaxar til viðbótar í gegnum teljarann, ásamt einum urriða. Í sumar hafa 77 fiskar átt leið þar í gegn og einhver hluti þeirra eru silungar.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er leigutaki að Laugardalsá en ekkert hefur frést af veiðiskap þar í sumar.
Hægt er að berja skepnurnar augum hér
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |