Líflegt víða í Soginu

Stefán Kristjánsson með lax úr Ásgarði. Takið eftir að Stefán …
Stefán Kristjánsson með lax úr Ásgarði. Takið eftir að Stefán er í björgunarvesti og er það til fyrirmyndar. Það er búnaður sem veiðimenn ættu að notast við í Soginu. Ljósmynd/Aðsend

Á mælikvarða fyrri hluta sumars 2019 er góð veiði í Soginu. Veiðisvæðið Ásgarður hefur verið að gefa ágæta veiði upp á síðkastið og sagði landeigandinn Árni Baldursson frá því að í gær veiddust fjórir laxar þar og fimm deginum áður. Hins vegar töpuðust ellefu laxar þessa daga.

Þá fór veiðimaður í Syðri Brú í vikunni og sá hóp af laxi á hinni þekktu Landaklöpp og náði hann fjórum grálúsugum smálöxum þann daginn.

Þá hefur heyrst af laxi í Bílsfellinu. Sogið gaf ágæta veiði í rigningasumrinu 2018 og var þá ein kenningin að illa hefði gengið hjá netabændum vegna mikils vatns. Áhugavert verður að sjá hvort þessi veiði haldi áfram á svipuðum nótum og í fyrra því nú er netaveiði hafin neðar á vatnasvæðinu.

Sogið býður einnig upp á góða bleikjuveiði. Þar eru Ásgarður og Bíldsfell öflug svæði þegar kemur að stóru bleikjunni. Það sama á við um Syðri Brú en þar er mikið af vænni bleikju í Bláhyl.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert