Góðar fréttir berast frá Hafralónsá í Þistilfirði, en veiðimenn sem hættu á hádegi í gær tóku 27 laxa á tvær stangir eftir þriggja daga veiði.
Að sögn Vigfúsar Orrasonar, sem var að veiða í ánni með bandarískum vini sínum, lentu þeir í hálfgerðri veislu. Voru þeir einbíla og veiddu þar af leiðandi langmest saman, um sjö klukkustundir á dag þar sem fremur kalt og hráslagalegt var úti við megnið af tímanum.
Þrátt fyrir það náðu þeir 27 löxum á land og var stærstur hluti þeirra tveggja ára stórlaxar, allt að 87 cm. Til viðbótar misstu þeir slatta. Allt veiddist fyrir neðan Gústa og var Collie Dog áltúpa að gefa langmest af aflanum.
Þegar þeir yfirgáfu ána á hádegi í gær var búið að færa 39 laxa til bókar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |