Urriðasvæðið í Ytri á uppleið

Guðmundur Atli með fallegt eintak af urriða úr Ytri-Rangá. Svæðið …
Guðmundur Atli með fallegt eintak af urriða úr Ytri-Rangá. Svæðið er efsti hluti árinnar og er gríðarlangt. Ljósmynd/Aðsend

Urriðasvæðið í Ytri-Rangá hefur verið að gefa kunnugum góða veiði í vor og sumar. Svæðið er gríðarlega langt og nær alveg upp í Rangárbotna. Einn af þeim sem stundar svæðið mikið, bæði sem veiðimaður og leiðsögumaður, er Guðmundur Atli Ásgeirsson.

„Við höfum verið að gera hörkuveiði þarna í sumar og ég sé að þær verndunaraðgerðir sem gripið var til fyrir nokkrum árum eru að skila sér. Hér áður fyrr mátti drepa allan fisk en það var tekið fyrir það af núverandi leigutökum. Nú er öllu sleppt og við höfum verið að fá mikið af stórum og mjög stórum urriða,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Sporðaköst.

Fiskur á! Stærðar urriði hefur tekið og hreinsar sig.
Fiskur á! Stærðar urriði hefur tekið og hreinsar sig. Ljósmynd/Aðsend

Þetta svæði er mikil áskorun. Það er eins og fyrr segir mjög langt og rúmar sex stangir. Veiðistaðirnir eru stórir og geyma ekki endilega marga fiska. Það getur því verið skynsamlegt að fjárfesta í tíma til að læra á svæðið áður en menn geta átt von á miklum árangri, nú eða fá sér leiðsögumann sem styttir þetta ferli.

Sá stærsti var níu kíló

„Við erum að veiða bæði á straumflugur og mjög þungar púpur. Dagur félagi minn í leiðsögninni er til að mynda að nota rosalega stórar straumflugur og það er að gefa honum veiði. Maður sér að fiskurinn fer stækkandi og sá stærsti sem ég veit um í vor var níu kíló.“

Urriðinn er fallegur fiskur og sterkur. Eftir að nýir leigutakar …
Urriðinn er fallegur fiskur og sterkur. Eftir að nýir leigutakar ákváðu að setja á sleppiskyldu hefur veiðin verið að aukast og fiskarnir farið stækkandi. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Atli gerði mjög góðan dag á svæðinu í byrjun viku og landaði tólf fiskum. Flestir voru meðal stórir og eins og sjá má á myndunum er fiskurinn virkilega vel haldinn og kröftugur eftir því.

Squirmy Wormy-flugan með Tungsten-haus hefur einnig verið að gefa vel á svæðinu og er veidd andstreymis. Bestu veiðistaðirnir hafa verið Gullfossbreiða og Ármót.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert