Risableikja kom á land úr Eyjafjarðará í dag þegar þekkt aflakló þar á bökkunum árinnar, Bergþór Ásgrímsson, landaði 76 cm bleikju.
Í spjalli við Bergþór kom fram að hann hefði verið að veiða á svæði fjögur fyrir hádegið í dag. Á land komu 11 vænar bleikjur á þessari vakt, en sú stærsta tók rétt í lok vaktar í síðasta kastinu neðst á fyrir landi Hrísa.
Fram kom hjá Bergþóri að tekið hafi um 25 mínútur að landa þessum „bleikjukóng“ þar sem Bergþór hafi þurft að taka á sprett eftir honum einhverja 100 metra niður eftir ánni. Kvaðst Bergþór hafa orðið löðrandi sveittur eftir átökin því hann hefði engu við ráðið skepnuna fyrstu 15 mínúturnar. Tók bleikjuhængurinn stóri Pheasant tail kúluhaus.
Sagði Bergþór að þrír risahængar hefðu meðal annars veiðst á þessum dagspart, hver öðrum feitari og fallegri og mældust þeir samtals 204 cm á lengdina.
Eiginkona Bergþórs var einnig með í för og landaði sinni fyrstu bleikju á flugu sem var 63 cm á lengdina.
Eyjafjarðará hefur löngum verið þekkt fyrir stórar bleikjur en þann 5. júlí veiddist önnur litlu minni en hjá Bergþóri í dag, 74 cm sem tók Krókinn á Munkaþverárbreiðu á svæði eitt.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |