Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Akureyrar þá er sá tími genginn í garð að bleikjan byrji að ganga upp í Hörgá í verulegu magni. Eitthvað er byrjað að fréttast af veiði úr ánni.
Hörgá er vatnsmikil og oftast er smá litur á henni. Veiðisvæðin eru sjö og veitt á tvær stangir á hverju svæði.
Fréttist af veiðimanni sem var við veiðar á svæði 5 A í Hörgá fyrr í vikunni sem landaði fimm bleikjum og missti annað eins. Veiddi hann í þrjá tíma og var sú stærsta 62 cm.
Veiðisvæðin eru fjölbreytt í ánni en líklega er Bægisárhylur sá þekktasti, þar sem bleikjan safnast fyrir áður en hún heldur ferð sinni áfram upp Öxnadalinn.
Á svæði 4 b í Hörgárdalnum er áin vatnsminni og minna lituð sérstaklega þegar komið er upp fyrir Barká, eina af þverám Hörgár sem kemur úr Barkárjökli.
Svo eru þeir sem vilja ganga niður eyrarnar á svæði 3 og 4 a þar sem myndast margir nýir veiðistaðir ár hvert þar sem áin breytir sér þarna talsvert á milli ára.
Það er leyfilegt að veiða á allt agn í Hörgánni og er enginn kvóti er á afla. Félagið treystir veiðimönnum til þess að ganga gætilega um stofninn og sleppa stærstu bleikjunni ef hún er ósærð. Bleikjustofninn hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en veiði á bleikju hefur þó verið heldur uppá síðast liðin tvö ár.
Sumarið 2018 veiddust 661 fiskur í Hörgá sem skiptust í 569 bleikjur og 92 urriða.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |