Döpur laxveiði á landinu

Spænsk veiðikona með 78 cm lax úr Kjarrá í vikunni. …
Spænsk veiðikona með 78 cm lax úr Kjarrá í vikunni. Þar eins og víða hefur veiðin verið langt undir meðallagi. Edu

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og eru þær unnar fyrir vikuna 11. júlí til 17. júlí. Laxveiði er víðast hvar döpur og flestar ár langt frá meðalveiði. Þá er Eystri-Rangá er komin í fyrsta sætið enda virðist hún eina undantekningin á betri veiði en síðasta sumar.

Óhætt er að tala um hrun í ánum á Vesturlandi sem hafa þjást af vatnsskorti frá opnun en loks hefur eitthvað rignt síðustu daga vatnsstaðan orðin heldur betri. Mun minna virðist þó vera af fiski í þeim en í venjulegu ári.

Sem dæmi má nefna Norðurá í Borgarfirði þar sem heildarveiði sumarsins er einungis 107 laxar en var rúmlega þúsund löxum meira á sama tíma 2018 sem þó var bara meðal veiðiár. Svipaða sögu er að segja af öllum ánum á Vesturlandi þar sem nú er öllu jafnan besti tími sumarsins og smálaxagöngur í hæstu hæðum.

Eystri Rangá er komin í fyrsta sætið með mesta heildartölu þar sem 686 laxar er komnir á land. Urriðafoss í Þjórsá er í öðru sæti með 560 laxa heildarveiði og Miðfjarðará í því þriðja með 307 laxa.

Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
1. Eystri-Rangá 686 laxar - vikuveiði 281 lax (555 á sama tíma 2018)
2. Urriðafoss 560 laxar – vikuveiði 58 laxar (842 á sama tíma 2018)
3. Miðfjarðará 307 laxar – vikuveiði 202 laxar (759 laxar á sama 2018)
4. Ytri-Rangá 291 laxar – vikuveiði 127 laxar (748 laxar á sama tíma 2018)
5. Blanda 265 laxar – vikuveiði 90 laxar (515 laxar á sama tíma 2018)
6. Þverá/Kjarrá 251 laxar – vikuveiði 111 laxar (1525 laxar á sama tíma 2018)
7. Elliðaárnar 237 laxar – vikuveiði 84 laxar (458 laxar á sama tíma 2018)
8. Selá í Vopnafirði 204 laxar – vikuveiði 142 laxar (299 laxar á sama tíma 2018)
9. Haffjarðará 185 laxar – vikuveiði 55 laxar (722 laxar á sama tíma 2018)
10. Laxá í Aðaldal 156 laxar – vikuveiði 42 laxar (278 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert