Langamma og 11 ára lönduðu samtímis

Drummond hinn ungi með 96 sentímetra fiskinn sem hann landaði …
Drummond hinn ungi með 96 sentímetra fiskinn sem hann landaði í veiðistaðnum Grástraumi í morgun. Í fyrra fékk hann maríulaxinn sinn í Nesi í Aðaldal og var hann 27 pund. Ljósmynd/Aðsend

Frábær morgun var á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal í morgun. Sjö löxum var landað og einn misstur. Þetta er besti morgun í Nesi í sumar. Sérstaka athygli vakti að veiðikonan Lilla frá Bretlandi var að veiða með barnabarnabarni sínu, hinum ellefu ára gamla Drummond. Sjálf er Lilla 93ja ára gömul og hefur stundað Nesveiðar í 33 ár.

Drummond byrjaði veiði í morgun í Grástraumi og reisti fljótlega fisk. Eftir að hafa skipt oft um flugur tók laxinn loksins eftir um klukkutíma. Á sama tíma var langamma hans að kasta á Hólmavaðsstíflu, rétt fyrir ofan og setti í stórfisk. Bæði slógust við þessa stórfiska í tæpan hálftíma og lönduðu svo á sömu mínútu 96 og 89 sentímetra löxum. 

Hrefna með stórlaxinn og hrasaði lítilega og fór nánast á …
Hrefna með stórlaxinn og hrasaði lítilega og fór nánast á bólakaf. Laxinn var hrygna sem mældist 87 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Synti með stórlöxum

Hrefna Hallgrímsdóttir lenti í ævintýrum í gærkvöldi þegar hún veiddi eftirlætisveiðistaðinn sinn Vitaðsgjafa. Leiðsögumaðurinn hennar var Ari Hermóður Jafetsson og eftir að hafa kastað nokkrum flugum yfirheitustu blettina. „Ég ákvað svo að setja undir Stífluna frá honum Nils Folmer. Fiskur bara negldi fluguna strax í öðru eða þriðja kasti og það var mjög fyndið þegar ég leit upp þá kom Nils keyrandi til okkar,“ sagði Hrefna í samtali við Sporðaköst í hádeginu.

Nils mætti á staðinn fljótlega eftir að Hrefna setti í …
Nils mætti á staðinn fljótlega eftir að Hrefna setti í fiskinn á flugu sem Nils hannaði og heitir Stífla. Hann aðstoðaði Hrefnu við að komast í land. Ljósmynd/Aðsend

Fiskinum var landað eftir rúmt kortér eftir mikinn atgang. Hrefna datt í ána þegar myndataka stóð yfir og varð rennandi blaut. Nils reif hana upp úr ánni og hjálpaði henni í land. Hrefna hló að öllu saman þó að hún væri köld. „Ég er löngu búin að ákveða að allir veiðitúrarnir mínir í sumar eru í Nes. Laxá er bara drottningin.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert