Í gær kom alvöru stórlax á land á svokölluðu Laxamýrarsvæði í Laxá í Aðaldal sem er einn sá stærsti sem frést hefur af það sem af er sumri.
Það var Arnar Guðjónsson sem fékk glæsilega 104 cm lax á Eskeyjarflúð í gær og tók sá stóri litla Sunray flugu.
Ætlaði hann fyrst í fyrst í stað að skella sér niður af brotinu og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum. Tókst hinsvegar að teyma hann upp fyrir brotið og var honum að lokum landað þar. Arnar var þarna á veiðum með Ingvari Hákon Ólafsson.
Þeir félagar Arnar og Ingvar hafa hinsvegar ekki bara fengið þennan drjóla því Ingvar landaði 96 cm hrygnu á Núpafossbrún á morgunvaktinni í dag. Þessu til viðbótar hafa þeir félagar landað tveim hrygnum yfir 85 cm á Mjósundi og Brúarstreng.
Lax Arnars er einn sá stærsti sem landað hefur verið á landinu í sumar, en undir lok júní var 108 cm laxi landað litlu ofar í dalnum, á Nessvæðinu.
Frekar róleg veiði hefur verið í Aðaldalnum í sumar og samkvæmt veiðitölum að morgni síðastliðinn fimmtudag voru 156 laxar komnir á land úr allri ánni, en voru 278 á sama tíma fyrir ári.
Hugsanlega er eitthvað að rætast þar úr eins og þessar fréttir bera með sér og eins frá Nesi í morgun þar sem sjö löxum var landað.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |