Ágætur gangur í Jöklu

92 cm lax úr Hauksstaðahorni í Jöklu í gær.
92 cm lax úr Hauksstaðahorni í Jöklu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengi sem annast utanumhald á veiði í Jöklu á Jökuldal þá hefur veiði verið ágæt þar í sumar og áin komin yfir 100 laxa. Breiðdalsá hefur hins vegar lítið verið stunduð það sem af er sumri.

Fram kemur að ágætur gangur hefur verið í Jöklu og braut áin 100 laxa múrinn í gær. Smálax er farinn að veiðast en uppistaðan er vænn stórlax.

Breiðdalsá hefur verið lítið stunduð það sem af er en veiðimenn sem voru  nýlega settu í þrjá laxa í Bryggjuhyl og lönduðu tveimur og var annar þeirra 94 cm  í gær dreki.

Í fyrradag fór svo erlendur veiðimaður í ána sem aldrei hafði veitt lax áður og setti í þrjá laxa og landaði tveimur. 

Fyrsta alvöru hollið byrjar svo í Breiðdalsá á miðvikudaginn kemur.

91 cm lax úr Hólaflúð í Jöklu í gær.
91 cm lax úr Hólaflúð í Jöklu í gær. Ljósmynd/Aðsend
Bryggjuhylur í Breiðdalsá.
Bryggjuhylur í Breiðdalsá. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert