Á fjórða tug tarfa felldir eystra

Veiðihjónin með tvo myndarlega tarfa af svæði tvö. Glugginn sem …
Veiðihjónin með tvo myndarlega tarfa af svæði tvö. Glugginn sem þau fengu var stuttur en dugði. Ljósmynd/Aðsend

Hreindýraveiðar hófust þann 15. þessa mánaðar, þegar veiði á törfum hófst. Búið er að fella á fjórða tug tarfa á nánast öllum svæðum. Þoka hefur sett strik í reikninginn og ýmsir lent í ævintýrum við veiðina. Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen kona hans voru með þeim fyrstu að fella dýr á þessari vertíð. Svæðin eru níu talsins og spanna alla austfirðina suður í Suðursveit.

„Við áttum þann nítjánda bókaðan með veiðileiðsögumanni á svæði tvö. Okkar leiðsögumaður var Jón Egill Sveinsson. Aðstæður voru afar erfiðar. Svarta þoka og ekkert skyggni lungann úr deginum.

Þessi mynd sýnir aðstæður vel. Tarfarnir tveir fallnir og hjörðin …
Þessi mynd sýnir aðstæður vel. Tarfarnir tveir fallnir og hjörðin leitar skjóls í þokunni. Ljósmynd/Aðsend

Hálftíma tíma þokugluggi

Í stutta stund rofaði til og við sáum 30 til 40 dýra hjörð í fjarska.  Við keyrðum áleiðis en gengum svo nánast fram á þau þar sem rétt glitti í hjörðina í niðdimmri þokunni.  Hjörðin virtist róleg á flatlendi og mjög erfitt að komast í öruggt færi.  Eftir að hafa skriðið síðasta spölinn á maganum náðum við að fella tvo myndarlega tarfa,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst. Eins og sjá má á þokumyndinni var skyggni afar lítið og það var ekki nema hálftíma gluggi sem þau hjón fengu. Nánast um leið og verkinu var lokið skall þokan á af fullum þunga og vart ratandi á heiðum.

Veiðileiðsögumaðurinn Jón Egill Sveinsson undirbýr flutning á dýrunum ásamt Ólafi.
Veiðileiðsögumaðurinn Jón Egill Sveinsson undirbýr flutning á dýrunum ásamt Ólafi. Ljósmynd/Aðsend

„Aðstæður fyrir austan eru erfiðar.  Það rignir, er þykk þoka og lítið skyggni.  Það skiptir höfuðmáli við þessar aðstæður að vera með toppleiðsögumann sem gjörþekkir allar aðstæður,“ sagði Ólafur.

Eins og sjá má á myndunum eru tarfarnir vel hyrndir en það er hluti af veiðinni að finna slíka tarfa. Veiði á kúm hefst svo 1. ágúst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert