Norðurárflugan gæti gert gæfumuninn

Norðurárflugan. Falleg og skemmtilega öðruvísi með sinn gula haus.
Norðurárflugan. Falleg og skemmtilega öðruvísi með sinn gula haus. Ljósmynd/Veiðihornið

Norðurárflugan er fluga vikunnar hjá Óla í Veiðihorninu.  Ljós léttdressuð lítil tvíkrækja fyrir lítið vatn. Vatnsleysi er orð ársins í laxveiðinni og hér eru leiðbeiningar.

„Kastaðu þessari andstreymis og strippaðu eins hratt niður hylinn og þú getur og hann tekur eins og koli.

Þetta verður gott sumar.“

Einkunnarorð Óla hafa ekki breyst þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það er virðingarvert og tölur um fjölda laxa segja ekki alla söguna. Ævintýrin gerast líka í vatnsleysi. Kannski Norðurárflugan geti komið þér í ævintýri?

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert