Landssamband veiðifélaga hefur birt samantekt á veiðitölum úr laxveiðiám fyrir síðustu viku, á vefsíðu sinni angling.is. Þar stendur upp úr Eystri Rangá með rétt um 500 laxa veiðiviku. Áin er fyrsta laxveiðiáin sem rífur þúsund laxa múrinn í sumar og hafa veiðst 1.183 laxar á átján stangir. Í öðru sæti er Urriðafoss í Þjórsá með 636 laxa og vikuveiði upp 76 fiska á fjórar stangir. Aðstæður í Urriðafossi hafa verið erfiðar í sumar og Þjórsá verið mjög lituð síðustu vikur.
Miðfjarðará er að detta í fimm hundruð laxa og var vikuveiði þar í síðustu viku 186 laxar og er það besta vikan til þessa í Miðfirði. Í fjórða sæti er Ytri Rangá með 467 laxa og vikuveiði upp á 176 laxa.
Selá í Vopnafirði er komin í 374 laxa og er góður gangur í Selá. Vikuveiðin er 170 laxar og nánast tvöfaldaðist veiðin í síðustu viku.
Þegar kemur neðar á listann má sjá að harðlífið er verulegt og haft er fyrir hverjum fiski. Ljóst er þó að NA hornið er að byrja vel og eru Svalbarðsá, Hafralónsá og Hofsá allar með ágæta veiði, enda vatnsleysi ekki verið að hrjá það landssvæði. Þá virðist á sama tíma að göngur séu í meðallagi í þessar ár.
Þá eru Elliðaárnar að skila ágætri veiði miðað við aðstæður og þar hefur hlutfall stóralaxa verið hærra en oft áður.
Línur eru nú mjög að skýrast í veiðinni og ljóst að Vestur hluti landsins er að upplifa afar krefjandi og lélegt sumar. Þar virðist fara saman vatnsleysi og lélegur árgangur af smálaxi. Þó er ljóst að margar af þessum ám eiga inni góða daga þegar loks fer að rigna og fiskurinn sem í dag er kominn í árnar hressist og dreifir sér. Það mun þó tæpast breyta því að sumarið stefnir í að verða sögulegt lágmark. Hér má sjá stöðuna á fleiri ám:
Eystri Rangá 1183
Urriðafoss 636
Miðfjarðará 493
Ytri Rangá 467
Selá 374
Þverá/Kjarrá 355
Blanda 325
Elliðaár 303
Haffjarðará 256
Hofsá 232
Laxá í Aðaldal 217
Grímsá 210
Laxá á Ásum 202
Norðurá 184
Jökla 137
Víðidalsá 133
Svalbarðsá 128
Brennan 127
Hafralónsá 122
Vatnsdalsá 121
Laxá í Leir. 105
Langá 101
Flókadalsá 100
Aðrar ár hafa skilað minna en hundrað löxum í sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |