Risi á land í Þverá

Aðalsteinn Pétursson leiðsögumaður með stórlaxinn við Klapparhyl í gærkvöldi.
Aðalsteinn Pétursson leiðsögumaður með stórlaxinn við Klapparhyl í gærkvöldi. Alan Smith

Stórfiskur sem kom á land í Þverá í Borgarfirði í gærkvöldi gladdi mikið og var tilbreyting frá því erfiða ástandi sem þar hefur ríkt í allt sumar.

Það var breski veiðimaðurinn Alan Smith sem landaði 102 cm hæng úr Klapparfljóti undir dyggri handleiðslu Aðalsteins Péturssonar leiðsögumanns. Tók sá  stóri litla Hairy Mary flugu númer 14. 

Er þetta kærkomin tilbreyting frá því vatns og fiskleysi sem einkennt hefur sumarið í Borgarfirðinum að sögn Ingólfs Ásgeirssonar eins af leigutökum árinnar. Talsvert er þó af fiski á nokkrum stöðum í ánni þar sem laxinn hefur bunkast upp og leitað skjóls á dýpstu staðina, einkum þó í Kaðalstaðahyl og Klapparfljóti. 

Rétt tæpir 400 laxar eru komnir á land úr Þverá/Kjarrá það sem af er sumri sem er einungis 20% af veiðinni á sama tíma fyrir ári þegar rúmir 1800 laxar voru komnir á land. Er þetta því eitt lélegasta veiðiár sem menn þekkja frá því stangveiðar hófust í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert