Inn á vef Veiðikortsins er greint frá fyrstu veiðiferð 8 ára stúlku, Júlíu Björk Lárusdóttir, í Þingvallavatni í gær.
Júlía Björk var á ferð með föður sínum og vinkonu, Emelíu Rut. Byrjuðu þau á Nautatanga og notaði Júlía flugu og flotholt. Það var strax í fyrsta kasti sem bitið var á og veiddi hún 58 cm boltableikju.
Það kom ekki til mála hjá Júlíu að sleppa bleikjunni því hún skyldi fara á grillið og bragðaðist hún víst afskaplega vel að því er fram kemur.
Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel hjá Júlíu sem strax er farin að vilja fara aftur til veiða.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |