Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur í nótt. Samkvæmt honum er Eystri-Rangá langefst af ánum hvað heildarveiði varðar og munar um helming miðað við næsta veiðisvæði þar á eftir.
Veiði er víðast hvar mjög dræm og langt undir meðalveiði og virðist Eystri-Rangá vera eina undantekningin hvað það varðar og er komin í 1.349 laxa. Það er 669 löxum meira en í Urriðafoss í Þjórsá sem hefur gefið best af sjálfbæru veiðiánum með 680 laxa og eru Miðfjarðará og Selá þar er skammt á eftir. Eitthvað virðist þó vera að draga úr veiði í Eystri-Rangá samkvæmt listanum þar sem síðasta vika gaf 166 laxa á móti nálægt 500 í vikunni á undan.
Mikil veiði er í Selá í Vopnafirði og gaf síðasta vika þar 232 laxa.
Hægt er að tala um hrun í mörgum ám á Vesturlandi eins og til dæmis Laxá í Kjós þar sem einungis eru 83 laxar komnir á land í heildina og aðeins 8 löxum var landað í síðustu viku. Svipaða sögu er að segja frá mörgum öðrum ám á landinu þar sem allt stefnir í að sumarið í ár verði eitt það versta frá upphafi nútímastangveiða hér á landi. Einkum kemur tvennt til, lítil laxagengd til viðbótar við einhverja mestu þurrka í manna minnum. Hugsanlega gæti vætutíð seinni hluta sumars og bættur vatnsbúskapur í kjölfarið lagað eitthvað stöðuna.
Hér listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
1. Eystri-Rangá 1.349 laxar – vikuveiði 166 laxar (1.367 á sama tíma 2018)
2. Urriðafoss 680 laxar – vikuveiði 44 laxar (1.034 á sama tíma 2018)
3. Miðfjarðará 647 laxar – vikuveiði 154 laxar (1.422 laxar á sama 2018)
4. Ytri-Rangá 628 laxar – vikuveiði 161 lax (1.549 laxar á sama tíma 2018)
5. Selá í Vopnafirði 606 laxar – vikuveiði 232 laxar (706 á sama tíma 2018)
6. Blanda 480 laxar – vikuveiði 155 laxar (771 lax á sama tíma 2018)
7. Þverá/Kjarrá 421 lax – vikuveiði 76 laxar (1.975 laxar á sama tíma 2018)
8. Elliðaárnar 351 lax – vikuveiði 48 laxar (684 laxar á sama tíma 2018)
9. Hofsá í Vopnafirði 325 laxar – vikuveiði 93 laxar (384 laxar á sama tíma 2018)
10. Haffjarðará 302 laxar – vikuveiði 46 laxar (1.075 laxar á sama tíma 2018)
Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |