Efsta svæðið í Eyjafjarðará opnað

Jón Gunnar með kusuna. Hún mældist 72 sentímetrar og tók …
Jón Gunnar með kusuna. Hún mældist 72 sentímetrar og tók Krókinn númer tólf. Ljósmynd/Aðsend

Eitthvert magnaðasta bleikjusvæði á Íslandi og þó víðar væri leitað er efsta svæðið í Eyjafjarðará eða fimmta svæðið. Þetta svæði opnar síðar en neðri svæðin og hófst veiðin í gær. Svæðið er þekkt fyrir stórar bleikjur. Einn þeirra sem opnaði svæðið í gær er Jón Gunnar Benjamínsson sem er í stjórn veiðifélagsins.

Óhætt er að segja að svæðið hafi staðið undir væntingum og náði Jón Gunnar meðal annars í eina kusunum, eins og þær eru kallaðar stórbleikjurnar í Eyjafjarðará. Kusan hans Jóns Gunnars mældist 72 sentímetrar og tók hún Krókinn númer tólf. Samtals gaf fyrsta vaktin fimmtán fiska og morgunvaktin í morgun fjórtán. Mikið var af fallegri bleikju í aflanum og nokkrar á bilinu 55 til 60 sentímetrar.

Mikil ásókn var í veiðileyfi á fimmta svæði en næstu dagar eru uppseldir. Þá hefur sést töluvert af nýgenginni bleikju á neðri svæðum árinnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert