100 laxa vika í Jöklu

Veiðimaður hampar stórlaxi úr Jöklu í vikunni.
Veiðimaður hampar stórlaxi úr Jöklu í vikunni. Strengir

Ágæt veiði er í Jökulsá á Dal um þessar mundir og eru öflugar smálaxagöngur að koma inn. Þá var besti veiðidagur sumarsins á miðvikudaginn þegar að 23 laxar komu á land.

Samkvæmt Veiðiþjónustunni Strengir sem annast ræktun árinnar  og heldur þar utan um veiðina, þá gaf síðasta vika um 100 laxa sem er frábær veiði miðað við ástandið í mörgum laxveiðiám landsins þessa daganna. Um 240 laxar eru komnir á land af Jöklusvæðinu í heildina þegar mánuði er lokið af tímabilinu.

Jöklusvæðið er veitt með sex til átta stöngum og gaf 487 laxa sumarið 2018 sem líklega hefði verið mun meira ef Jökla sjálf hafi ekki farið á yfirfall snemma í ágúst, en oftast gerist það í byrjun september. Mikið af smálaxi gekk í ána 2018 og voru horfur fyrir 2019 því nokkuð góðar hvað stórlaxinn varðar. Nú virðist sem smálaxinn sé einnig skila sér vel í ána.

Eftir að Kárahnjúkavirkjun komst á stokk fer megnið af jökulvatninu um jarðgöng yfir í Fljótsdal þar sem það rennur út í Lagarfljót og þaðan til sjávar. Er Jökla sjálf því tær bergvatnsá þar til Hálslón er orðið full og þá fer áin á svokallað yfirfall og jökulvatn fossar um yfirföll stíflumannvirkjanna.

Þá er greint frá því að Hrútafjarðará er komin í 100 laxa en eitt holl síðustu viku hitti á smá rigningu og það var eins og við manninn mælt að 33 löxum var landað á tveimur dögum og var það í bland smálax og stórlax.

Veiðimaður hampar stórlaxi úr Jöklu í vikunni.
Veiðimaður hampar stórlaxi úr Jöklu í vikunni. Strengir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert