Veiðivaktin staðin alla helgina

Á meðan að vertíðinni stendur er opið alla daga sumars …
Á meðan að vertíðinni stendur er opið alla daga sumars til loka september. Það er bara þjóðhátíðardagurinn, 17. júní sem er undantekning. Þau María og Óli verða á gólfinu alla helgina. Ljósmynd/Veiðihornið

„Laxar og silungar hafa ekki hugmynd um Verslunarmannahelgina. Þess vegna erum við með opið alla helgina,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu í samtali við Sporðaköst. Þetta hafa þau Óli og María gert í yfir tvo áratugi samfleytt, eða síðan 1998. Þannig að þetta er tuttugasta og annað árið í röð.

„Við erum með opið alla daga sumars til loka september. Eini dagurinn sem við lokum er 17. júní. Annars alltaf opið.“

Óli segir að í þessum geira snúist þetta allt um þjónustustigið. Þegar opnunartíma lýkur þá er hringiflutningur í farsíma þeirra hjóna. „Við höfum stundum fengið símtöl býsna seint á kvöldin. Eitt skiptið var hringt um miðnætti og ég svaraði Veiðihornið, góða kvöldið. Það varð smá þögn og hik á hinum endanum og svo var spurt. „Er opið?“ Ég svaraði; þú hringdir.“ Hann hlær.

Hann segir að oft sé mjög mikið að gera einmitt um Verslunarmannahelgina. Það er jú besti tíminn í veiðinni runninn upp.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert