Sá stærsti af austurbakka Hólsár

Margrét Ólafsdóttir með draumafiskinn. 101 sentimetri veiddur í Ármótahyl á …
Margrét Ólafsdóttir með draumafiskinn. 101 sentimetri veiddur í Ármótahyl á austurbakka Hólsár. Ljósmynd/SS

Draumafiskur veiddist í Hólsá í morgun, á austurbakkanum. Það var Margrét Ólafsdóttir sem setti í hænginn á rauðan Frances í Ármótahyl. Fiskurinn mældist 101 sentimetri og fellur þar með í tuttugu punda flokkinn. Veiði hefur verið með ágætum á austurbakkanum þó að leysingavatn hafi af og til sett strik í reikninginn og gildir það sama um Eystri-Rangá sem missti úr nokkra daga í síðustu viku þegar áin fór hreinlega í kakó.

Um 200 laxar eru komnir í bók á austurbakka Hólsár og einnig hafa þar verið að veiðast fallegir sjóbirtingar. Að sögn Stefáns Sigurðssonar sem er í leiðsögn á svæðinu eru birtingarnir sem eru að veiðast á bilinu tvö til þrjú kíló og lúsugir. Síðasti sólarhringur hefur gefið fimmtán laxa á sex stangir og flokkast það í dag sem góð veiði. Laxinn er smálax og tveggja ára fiskur í bland.

Þetta svæði sem kallast austurbakki Hólsár er í raun neðstu sex kílómetrarnir af Eystri-Rangá og sameinast Rangárnar neðarlega á svæðinu og renna sem ein til sjávar. Í góðu ári eru ekki margir staðir á Íslandi þar sem fleiri laxar fara í gegn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert