Fínt í Deildará og hnúðlax á land

Ánægður veiðimaður með 93 cm úr Símahyl.
Ánægður veiðimaður með 93 cm úr Símahyl. Ljósmynd/Aðsend

Ágætis gangur hefur verið í Deildará á Sléttu í sumar og eru leigutakar sáttir við gang mála. Þá kom fyrsti hnúðlaxinn þar á land í gær.

Að sögn Freys Guðmundssonar sem annast leigu árinnar þá er sumarið í heildina búið að vera gott og í gærkvöldi var búið að skrá 110 laxa í bók. Það  hefur verið gott jafnvægi á milli stórlaxa og smálaxa og nokkrir yfir 90 cm komið á land og sést til enn stærri laxa. Þá er laxinn orðinn vel dreifður um alla á.

Hópur veiðimanna sem var að klára tveggja daga veiði í hádeginu náði átta löxum  á tvær stangir og var sá stærsti 93 cm úr Símahyl. Til viðbótar kom fyrsti hnúðlaxinn á land en þeir hafa verið í talsverðu mæli í mörgum veiðiám norðaustanlands í sumar og gert veiðimönnum misjafnlega lífið leitt. Hnúðlaxinn tók hálfstommu rauða Snældu á veiðistaðnum Vinkill.

Freyr kvaðst lítið hafa frétt af Ormarsá í sumar en hún er þarna í næsta nágrenni. Vissi þó að sum hollin hefðu ekki veitt mikið og önnur fengið allt að 54 laxa eftir fjögurra daga veiði.

Hnúðlaxinn úr Deildará.
Hnúðlaxinn úr Deildará. Ljósmynd/Aðsend
Stórlax sem kom á land úr Deildará í síðasta holli.
Stórlax sem kom á land úr Deildará í síðasta holli. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert