Leiðsögumaður missir sig - myndskeið

Í því árferði sem nú ríkir í laxveiðinni vestanlands er hver fiskur afar dýrmætur og allt að því sigur. Skúli Kristinsson leiðsögumaður í Laxá í Kjós og víðar lenti í því í vikunni að hann var búinn að vera með veiðimann í tvo daga án þess að snerta fisk. Svo gerðist það í Álabökkum að þeir settu í einn. Veiðimaðurinn spilaði fiskinn í nokkurn tíma og svo skyndilega stökk þessi líka fiskurinn.

„Ohhhhhhhh,“ sagði Skúli í samtali við Sporðaköst þegar hann var spurður út í myndbandið. „Maður veit aldrei hvað er á hinum endanum í þessum veiðistað. Og við þessar aðstæður er hver fiskur svo dýrmætur. Að maður tali nú ekki um þegar sett er í svona fisk.“

Skúli metur það sem svo að þetta hafi verið um það bil níu kílóa fiskur.

„Hann kom bara upp og negldi Pheasant Tail númer sextán, óþyngda. Við vorum með þurrflugu og Pheasant Tail aftan í. Eftir að þessu var lokið kastaði hann aftur og þá kom sextíu sentímetra smálax og negldi þurrfluguna. Honum lönduðum við.“

Þeir voru að nota mjög nettar græjur enda þýðir lítið annað við þessar aðstæður.

„Um leið og laxinn lenti þá kubbaðist taumurinn í sundur, hann var með átta pund taum og þegar svona skepna stekkur þá áttu lítinn séns.“

Hvernig er geðheilsan í þessu sumri?

„Ahhhhh við skulum bara orða það þannig að það eru góðir dagar og slæmir dagar. Maður er náttúrulega hálf bugaður eftir tvo daga með tvær stangir og ekki búnir að snerta fisk. Svo á móti kemur að þegar menn setja í fisk þá er svo þungu fargi af manni létt. En heilt yfir er þetta gaman þó að þetta sé erfitt sumar.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert