Vatnsbúskapur Norðurár í Borgarfirði er kominn niður í sögulegt lágmarki og á rennslismælinum í Stekk, neðarlega í ánni mældist rennslið 1,7 rúmmetra á sekúndu í gær.
Þetta kemur fram í Skessuhorninu, fréttaveitu Vesturlands. Til samanburðar var rennslið 3,8 rúmmetrar á fyrsta veiðidegi í ánni í byrjun júní og þótt mönnum nóg um. Rennslið var 40 rúmmetrar þegar veiði hófst rigningarsumarið 2018.
Í gær var 241 lax kominn á land úr Norðurá og er það minnsta veiði í manna minnum. Í síðustu viku komu aðeins 16 laxar á land. Minnsta skráða heildarveiði síðan 1974 er 856 laxar og hæpið að sú tala náðist á þessu sumri.
Meðfylgjandi tvær myndir af fossinum Glanna sem birtar voru á Skessuhorninu. Efri myndin var tekin verslunarmannahelgina en neðri myndin 17. júlí síðastliðinn. Þótt einungis líði rúmar tvær vikur milli mynda sést vel hversu mikið hefur dregið úr rennsli í ánni
Þessu vatnsskortur í Norðurá er einkennandi fyrir allar árnar í Borgarfirði í sumar og veiðin eftir því.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |